Kjarakannanir

KJARAKANNANIR

Á vegum Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands (KTFÍ) eru árlega gerðar kjarakannanir. Þær koma út í febrúar ár hvert og eru einungis birtar á hér á vefnum. Hægt er að nálgast þær á stikunni hér til vinstri á síðunni.

Kannanirnar ná til launa í september árið á undan birtingu könnunarinnar og árslauna þar á undan. Undanfarin ár hafa kannanirnar verið gerðar af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Hvað áttu að skoða?

Til að auðvelda félagsmönnum lestur kjarakönnunar er þeim bent á að skoða heildarlaun hvers árgangs í töflu 2 og síðan töflurnar fjórar nr. 24, 26, 28 og 30 sem greindar eru eftir starfsvettvangi.  Breyturnar í þessum töflum eru starfsaldur í töflu 24, lífaldur  í töflu 26, fagsvið í 28 og starfssvið í töflu 30. Með þessum hætti má nálgast til muna þau markaðslaun sem við eiga fyrir hvern einstakling. 

Senda grein