Undir FRV samninginn heyra starfsmenn verkfræðistofanna.

Fyrir 2011 var samningurinn við FRV viðmiðunarsamningur á almennum markaði.
Í dag ber að líta til SA samningsins, samningurinn við FRV á við verkfræðistofurnar einvörðungu.

Kjarasamningur 2022

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2023 til 31. mars 2024.

Kjarasamningur VFÍ og FRV 2022

Helstu atriði samningsins 2022

  • Samningurinn tekur gildi frá og með 1. janúar 2023. og gildir til og með 31. mars 2024.
  • Til að koma til móts við samningsleysi frá og með 1. nóvember til og með 31. desember 2022 verður greidd afturvirk desemberuppbót vegna ársins 2022, (þ.e. frá 1. febrúar 2022 til 31. janúar 2023), að sömu fjárhæð og desemberuppbót 2023 (kr. 103.000.-). Afturvirka desemberuppbótin kemur til greiðslu á tímabilinu frá samþykki kjarasamnings allra aðila til 31. janúar 2023 (heimilt að greiða hana út með janúarlaunum). 
  • 6,75% launahækkun án launaþaks en hagvaxtaraukanum, sem koma átti til greiðslu 1. maí nk., hefur verið flýtt og er að fullu efndur með framangreindri prósentuhækkun launa.
  • Eingreiðsla að upphæð kr. 100.000.- kemur til greiðslu 1. september 2023.
  • Heimilt er að semja um að virkum vinnutíma starfsmanns sé sinnt á heimili starfsmanns (3.2.2). – Útfærsla og kostnaðarþátttaka atvinnurekanda fer eftir samningi við hvern og einn starfsmann.
  • Orlofsdagar:
    24 virkir dagar að lágmarki til orlofs (4.1.1)
    27 virkir dagar að lágmarki til orlofs eftir 3 ár í starfi hjá sama atvinnurekanda (4.1.2)
    30 virkir dagar að lágmarki til orlofs eftir 6 ár í starfi sama atvinnurekanda (4.1.3)
    • Áunnin réttindi færast óskert með starfsmanni milli aðildarfyrirtækja sem heyra undir FRV (4.1.4)
  • Orlofsfé er annars óbreytt en hefur verið uppfært í samræmi við framangreint (4.2.4)
  • Starfsmanni er nú heimilt að nýta allt að 12 fjarvistardaga sína til að sinna veikindum barna til 18 ára aldurs (5.2.3)
    • Áður voru það 10 dagar fyrsta árið í starfi en 12 þar eftir og takmarkað við 13 ára aldur. Þarna erum við að opna á umönnun eldri barna vegna alvarlegri tilvika með orðunum „enda verði annarri umönnun ekki við komið.“
  • Orðalagsbreytingar í inngangsákvæði tryggingakaflans sem hefur enga efnislega breytingu (6.1.1) – Kveður á um skyldu til að tryggja starfsfólk fyrir dauða og varanlegri læknisfræðilegri örorku.
  • Uppfærðar lágmarksbætur í ákvæði 6.1.6 og 6.1.7 í samræmi við vísitöluákvæði 6.1.5 – Hefur enga efnislega breytingu.
  • Í ákvæði 8.2.4 segir að um laun skuli semja í ráðningar- eða vinnustaðasamningi. Áður var einnig ákvæði um að greiða skyldi álag fyrir ákveðna þætti eða stöður sem var fjarlægt.
  • Í ákvæði 8.2.5 er uppfært ákvæði um launahækkanir (6,75% hækkun).
  • Uppfærð ákvæði í kafla 8.4 um lífeyrissjóðsiðgjöld. Tekur ekki efnislegum breytingum en uppfært ákvæði í samræmi við eldri ákvæði kjarasamnings og gildandi lög um lífeyrissjóðsiðgjöld.
  • Í ákvæði 8.5.3 er bókhaldsleg breyting þar sem heimilt er nú að fresta uppgjöri á óreglubundnum greiðslum til allt að 15. hvers mánaðar í stað 10. hvers mánaðar áður.
  • Nýr kafli 8.6 um desember- og orlofsuppbót. Upphæðir og greiðsludagsetningar taka mið af heildarkjarasamningum SA á almennum vinnumarkaði. Það er skýringarákvæði í upphafstexta kjarasamningsins á bls. 3 um framkvæmdina en þar segir að orlofsuppbætur og desemberuppbætur skv. ákvæði 8.6.1 komi fyrst til greiðslu 1. maí 2023 (orlofsuppbót) og 1. desember 2023 (desemberuppbót). Þetta hefur ekki áhrif á afturvirku desemberuppbótina skv. ofangreindu enda sérákvæði um eingreiðslu til að koma til móts við skort á afturvirkni samnings.

Kjarasamningur 2019

Samningurinn gildir frá 1. maí 2019 til 1. nóvember 2022.

Samningurinn felur í sér samsvarandi launahækkanir og ákvæði um styttingu vinnuvikunnar og hagvaxtarauka og samið var um í lífskjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og SA í apríl 2019. Að auki felur samningurinn í sér eingreiðslu upp á kr. 26.000.- sem samsvarar orlofsuppbótarauka skv. lífskjarasamningnum. Launahækkanir samkvæmt samningnum eru eftirfarandi:

1. maí 2019. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.000.-
1. júní 2019. Eingreiðsla kr. 26.000.-
1. apríl 2020. Hækkun mánaðarlauna um kr. 18.000.-
1. janúar 2021. Hækkun mánaðarlauna um kr. 15.750.-
1. janúar 2022. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.250.-

Kjarasamningur VFÍ og FRV 2019.


Kjarasamningur VFÍ og FRV 2016
Kjarasamningur VFÍ og FRV 2015

Ákvæði úr eldri samningum


Kjarasamningur 2016

Laun hækka samkvæmt samningnum sem hér segir:

  • 6,2% frá 1. mars 2016.
  • 5,0% frá 1. maí 2017.
  • 4,5% frá 1. maí 2018.

Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóði hækkar og verður sem hér segir:

  • Frá 1. júlí 2016: 8,5%.
  • Frá 1. júlí 2017: 10,0%.
  • Frá 1. júlí 2018: 11,5%.

Bókun í samkomulaginu: Heimilt er fyrir fyrirtækin að draga frá almennar launahækkanir á tímabilinu
1. desember 2015 til 29. febrúar 2016 frá umsaminni hækkun 1. mars 2016 ef þær ná til meginþorra starfsmanna í fyrirtækinu.

Samningurinn frá 2014 - framlenging samþykkt í apríl 2015

21. apríl 2015 var samþykkt að framlengja gildandi kjarasamning til og með 29. febrúar 2016.  

  1. Gildistími framlengingar er til og með 29. febrúar 2016.
  2. Laun hækka um 3,5% frá og með 1. apríl 2015.
  3. Í október 2015 verður launaliður samningsins tekinn til endurskoðunar auk samningsbundinna réttinda, enda er það sameiginlegur vilji samningsaðila að tryggja samkeppnishæf kjör þeirra sem samningurinn nær til.

Gildandi kjarasamningur við Félag ráðgjafarverkfræðinga var samþykktur í mars 2014. Gildistími er 28. febrúar 2015. (Framlengdur í apríl 2015 til 29. febrúar 2016).

Breytingar frá fyrri kjarasamningi eru:

  • Í nýrri grein 7.4 er kominn texti um trúnaðarmenn.

  • 1. febrúar 2014 hækka laun um 2,8%.

  • 1. júlí 2014 hækka laun um 0,85%.

  • Gildistími samnings er til 28. febrúar 2015.

Samningsaðilar munu koma saman í september næstkomandi til að gera viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings sem tekur við af þessum nýsamþykkta  kjarasamningi.

Samningurinn frá 2012

Helstu breytingar varða vinnu á tímabundnum vinnustað og samningnum fylgir samningsform sem félagsmenn eru hvattir til að nota.

Nú eru skilyrði fyrir endurmati mánaðarlauna snöggtum rýmri en áður. Þau skulu tekin til endurmats þegar breyting verður á ábyrgð starfsmanns eða annars þegar ástæða þykir til. Þá hefur dögum vegna veikinda barna verið fjölgað.

Laun hækka á samningstímanum sem hér segir:

3,25% frá og með 1. febrúar 2013.
1,55% frá og með 1. júlí 2013.


Samningurinn frá desember 2011

Vinna á stórhátíðum greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum.

Breytingar voru gerða á kafla 6 þar sem fjallað er um tryggingar. Vísitöluhækkanir reiknast mánaðarlega og tryggingafjárhæðir hækkaðar. Við 100% örorku verða bætur kr. 40.781.250.-

Þeir sem vinna vaktavinnu skuli fá vaktaálag fyrir unnin störf á þeim tíma er fellur utan venjulegs dagvinnutíma, en er hluti vikulegrar vinnuskyldu.

Ný grein kveður á um stórhátíðardaga. 


Samningurinn frá janúar 2011

Samkvæmt kjarasamningnum er greitt 1% af heildarlaunum í sjúkrasjóð viðkomandi kjarafélags.

Frá og með 1. september 2011 ber öllum launagreiðendum að greiða 0,13% í Starfsendurhæfingarsjóð. Sú greiðsla á að berast til lífeyrissjóðs viðkomandi starfsmanns.