Launaviðtöl

Launaviðtöl

Grundvallarþáttur í markaðslaunakerfinu.

Starfsmaður hefur samningsbundinn rétt á viðtali við yfirmann sinn einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali á að veita það innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins á að liggja fyrir innan mánaðar.

Í launaviðtali er ekki einungis verið að semja um laun heldur einnig um vinnuframlag og mikilvægi starfsmannsins og horft til þeirra þátta er snúa að starfsumgjörð viðkomandi.  

Þess ber að geta að starfsmannasamtal er ekki launaviðtal og ber ekki að nefna laun við það tækifæri.


Upptaka frá kynningarfundi um launaviðtöl (febrúar 2015).

Glærur frá kynningarfundi um launaviðtöl (febrúar 2015).

Senda grein