Launagreiðendur

Launagreiðendur

Athugið að í janúar 2014 urðu breytingar á bankaupplýsingum vegna skilagreina.

Tæknifræðingafélag Íslands
Engjateigi 9
105 Reykjavík


Upplýsingar vegna skilagreina:
Bankareikningur: 0334-26-051501
Félagsnúmer: 601
Kennitala: 680269-6299

Netfang vegna skilagreina: skilagreinar@verktaekni.is

Fyrirspurnir: gurry@verktaekni.is

Gjalddagi: 15. næsta mánaðar.
Eindagi: Síðasti virki dagur næsta mánaðar.

Félagsgjöld TFÍ árið 2016 er kr. 37.200.- eða 3.100 krónur á mánuði.

Á stikunni hér til vinstri eru upplýsingar um greiðslu í sjóði.
Til að nálgast upplýsingar um til dæmis hækkanir samkvæmt kjarasamningum veljið Kjarasamningar á stikunni.


Desemberuppbót 2016

Desemberuppbót skal greiða eigi síðar en 15. desember samkvæmt kjarasamningum. Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði verkfræðinga og tæknifræðinga og desemberuppbót 2016 samkvæmt þeim samningi er kr. 82.000.- fyrir fullt starf. Uppbótin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall en fullt ársstarf telst a.m.k. 45 unnar vikur fyrir utan orlof. Ekki er greidd desemberuppbót samkvæmt kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV).

Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í byrjun desember ár hvert, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.m.t. að því er varðar starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári.

Kjarasamningurinn við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum markaði. Athugið að Í kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga eru ekki ákvæði um að greiða orlofs- eða desemberuppbót, þó eru dæmi um að það sé gert.

Desemberuppbót skv. nokkrum kjarasamningum

Ríki kr. 82.000.-
Reykjavíkurborg kr. 90.700.-
Sveitarfélögin kr. 100.000.-

Samkomulag við SA um hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð

Þann 18. nóvember 2016 var undirritað samkomulag við SA um mótframlag í lífeyrissjóð.


Senda grein