Dagpeningar

Dagpeningar

Þegar starfsmaður þarf að ferðast í vinnu sinni greiðir vinnuveitandi útlagðan kostnað vegna ferðarinnar. Starfsmaður á að geta fengið fyrirframgreiðslu upp í áætlaðan kostnað. Við uppgjör þarf síðan að leggja fram reikninga í frumriti.

Algengt er hins vegar að greiða "dagpeninga" fyrirfram. Stéttarfélög og ríkið skipa í svokallaða ferðakostnaðarnefnd sem ákveður upphæðir dagpeninga sem og aksturgjald.

Upplýsingar um upphæðir dagpeninga má finna á vef fjármálaráðuneytisins.

Senda grein