Fæðingarorlof

Fæðingarorlof

Jafn réttur kynja til töku fæðingarorlofs.

Lög um fæðingarorlof gengu í gildi 1. janúar 2001. Lög þessi hafa mikla þýðingu en þar er körlum tryggður réttur til töku fæðingarorlofs til jafns við konur. Í lögunum eru einnig ákvæði um foreldraorlof.

Greiðslur í fæðingarorlofi eru 80% af meðalheildartekjum þess 12 mánaða tímabils sem endar 2 mánuðum fyrir barnsburð. Fæðingarorlof skiptist þannig milli föður og móður:

Móðir 3 mánuðir.
Faðir 3 mánuðir (frá 1. janúar 2003).
3 mánuðir sem faðir og móðir geta valið um hvort þeirra nýtir.

Það skal tekið fram að ef faðir nýtir ekki þriggja mánaða orlofið, að hluta eða öllu leiti fellur það niður.

Í lögum um fæðingarorlof er að finna ákvæði um rétt foreldra til töku foreldraorlofs í alls 13 vikur. Taka þarf orlofið áður en barn nær 8 ára aldri. Lög um fæðingar- og foreldraorlof má finna hér

Gagnlegar upplýsingar um fæðingarorlof má einnig finna á vinnuréttarvef ASÍ.

Senda grein