Orlof

ORLOF

Réttur til töku orlofs er bundinn í lög. Þar er um lágmarksorlofsrétt að ræða. Samkvæmt lögunum eru öllum launþegum tryggður réttur til töku 24 orlofsdaga á hverju ári. Einnig segir í lögunum að taka skuli þetta orlof og ekki flytja það milli ára.

Í lögunum segir að greiða skuli laun fyrir orlofsdaga. Ef aðstæður eru þannig að starfsmaður skiptir um starf við lok s.k. orlofsárs, 1. maí á hann engu að síður rétt á 24 daga orlofi á fyrsta ári hjá nýjum vinnuveitanda. Hins vegar á hann í því tilviki ekki rétt á launum enda búinn að fá þau greidd við starfslok í fyrra starfi.

Í kjarasamningum hefur verið samið um lengra orlof en lögin segja til um og um flutning orlofs á milli ára. Í samningum við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög eru ákvæði um orlofsauka:

27 daga við 30 ára aldur
30 daga við 38 ára aldur

Í samningum við FRV:

27 dagar við 32 ára aldur
30 daga við 40 ára aldur

Í kjarasamningum við SA

25 dagar eftir 5 ár í sömu starfsgrein
27 dagar eftir 5 ár hjá sama vinnuveitanda
30 dagar eftir 10 ár hjá sama vinnuveitenda

Lög um orlof má finna hér

Gagnlegar upplýsingar má einnig finna á vinnuréttarvef ASÍ.

Senda grein