Uppsagnir

Uppsagnir

Samkvæmt lögum miðast uppsögn við mánaðamót.

Algengast er að gagnkvæmur uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir.

Í þeim kjarasamningum sem KTFÍ og VFÍ (áður SV) hafa gert gildir eftirfarandi uppsagnarfrestur:

Samtök atvinnulífsins:
Fyrstu þrír mánuðir í starfi: Ein vika
Eftir þrjá mánuði í starfi: Einn mánuður
Eftir sex mánuði í starfi: Þrír mánuðir

Athugið að samningurinn við SA er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði og er fjallað ítarlega um uppsagnir í grein 5.3 í kjarasamningnum.

Ríki, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög (Launanefnd sveitarfélaga):
Fyrstu 3 mánuðir í starfi: 1 mánuður
Eftir þrjá mánuði í starfi: 3 mánuðir

Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV):
Fyrstu 3 mánuðir í starfi: 1 vika
Eftir þrjá mánuði í starfi: 3 mánuðir

Gagnlegar upplýsingar má einnig finna á vinnuréttarvef ASÍ.

Senda grein