Markaðslaun

Markaðslaun

Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands gefur út markaðslaunatöflu. Töflur síðustu ára má sjá á stikunni hér til vinstri. Athugið að ekki var gefin út tafla 2013 og 2014.

Markmiðið með útgáfu markaðslaunatöflu KTFÍ er að upplýsa félagsmenn um þau laun sem tækifræðingum eru almennt greidd. Það er alveg ljóst að víðtæk og góð launakönnun ásamt ítarlegum upplýsingum um hvernig nota má hana í launabaráttu er beitt vopn í höndum launþega og þá sérstaklega þeirra sem semja sjálfir um kaup og kjör á almenna markaðnum.

Markaðslaun teljast allar greiðslur sem tæknifræðingurinn fær fyrir þann vinnutíma sem almennt telst vera dagvinnutími á hverjum tíma. Til markaðslauna teljast ekki greiðslur fyrir unna yfirvinnu né heldur hvers konar endurgreiðslur á útlögðum kostnaði.

Það eru eindregin tilmæli stjórnar KTFÍ að tæknifræðingar sættist ekki á laun sem eru undir markaðslaunum. Markaðslaunin eru þau laun sem vel flestum tæknifræðingum hefur tekist að semja um við vinnuveitendur.Senda grein