Vísinda- og starfsmenntunarsjóður

Vísinda- og starfsmenntunarsjóður

Í kjarasamningi sem KTFÍ undirritaði í nóvember 1989 við fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg var samið um stofnun Vísinda- og starfsmenntunarsjóðs tæknifræðinga.

Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn toæ símenntunar og endurmenntunar. Ennfremur er markmið sjóðsins að stuðla að auknum rannsóknum og þróunarstarfi á vegum sjóðfélaga.

Tekjur sjóðsins eru framlag atvinnurekenda samkvæmt kjarasamningum.

Styrkveitingar sjóðsins hafa aðallega verið vegna námskeiða sem menn hafa sótt hérlendis sem erlendis. Meðal annars hafa nokkrir félagsmenn sótt þriggja anna viðskipta - og rekstrarnám hjá Endurmenntunarstofnun með styrk sjóðsins.

Stjórn sjóðsins er skipuð tveimur fulltrúum frá vinnuveitendum og tveimur frá KTFÍ.

Fulltrúi Reykjavíkurborgar er Guðjón Örn Helgason, fulltrúi fjármálaráðherra er Einar Mar Þórðarson. Fulltrúar KTFÍ eru Haraldur Sigursteinsson, Vegagerð ríkisins og Óli Jón Hertervig, Reykjavíkurborg.

Afgreiðsla umsókna tekur að jafnaði um fjórar vikur frá því hún verið lögð fram til samþykktar.

Rafrænt umsóknareyðublað er hér til vinstri á síðunni. Athugið að skila reikningum vegna umsókna.

Senda grein