Menntamál

Menntamál

Starfsheitið og innganga í TFÍ.

Menntunarnefnd TFÍ veitir umsögn til iðnaðarráðherra varðandi umsóknir um starfsheitisleyfi tæknifræðinga og inngöngu í félagið.

Símenntun og fræðsla

Eitt af megin einkennum nútíma - þekkingarþjóðfélags er að menntun er aldrei lokið. Annað einkenni er sívaxandi samkeppni milli mismunandi faghópa um forystu á sviði stjórnunar, athafna og viðskipta. Því er brýnna en nokkru sinni áður að efla samstöðu og þekkingu tækniræðinga og tryggja þannig að stéttin geti mætt nýjum kröfum.

TFÍ leggur sitt að mörkun til að efla endurmenntun og símenntun félagsmanna. Félagið var stofnaðili að Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Félagið á gott samstarf Endurmenntun HÍ og Opna háskólann við HR.

TFÍ stendur vörð um menntun íslenskra tæknifræðinga og vinnur að endur- og símenntunarmálum með: 

  • Samstarfi við fagaðila á sviði endurmenntunar.
  • Ráðstefnum, fundum og fyrirlestrum.
  • Gagnkvæmum kynnum félagsmanna.
  • Skoðunarferðum og vettvangskönnunum.
  • Útgáfu.

 

Senda grein