Námskeið

Námskeið

Námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands

VFÍ og TFÍ voru frumkvöðlar að stofnun Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands (EHÍ). Fulltrúar félaganna í ENSÍM-nefndinni hafa gert tillögur um námskeið á sviði verkfræði og tæknifræði.

Á haustmánuðum 2009 var undirritaður samstarfssamningur við Endurmenntun HÍ. Markmiðið með samningnum er að auka framboð af námskeiðum, vinna saman að kynningu þeirra og efla tengsl skrifstofu félaganna við Endurmenntun. Einnig eru valin námskeið á afsláttarkjörum fyrir félagsmenn.

 

Námskeið á vegum Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar

Félögum VFÍ og TFÍ býðst afsláttur af námskeiðum Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar.

15% afsláttur af öllum 18 klst. eða styttri námskeiðum skólans.
10% afsláttur af öllum 19 - 30 klst. námskeiðum, en 5% af öðrum námskeiðum.

Senda grein