Fréttir

Tölvubrotarannsóknir

13.1.2006

Á Samlokufundi Félags tölvunarfræðinga, sem haldinn verður miðvikudaginn 18. janúar nk., mun Ágúst Evald Ólafsson lögreglufulltrúi hjá Upplýsinga og eftirlitsdeild Lögreglunnar í Reykjavík fjalla um tölvubrotarannsóknir (Computer Forensics). Ágúst Evald hefur starfað í Lögreglunni í Reykjavík frá 1988 og frá 2000 í málum sem tengjast tölvubrotum.

Samlokufundurinn verður haldinn í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 og hefst kl. 12:00. Verkfræðingar og tæknifræðingar eru velkomnir á fundinn en eru beðnir um að skrá sig með tölvupósti: vfi@vfi.is eða tfi@tfi.

Senda grein