Fréttir

Loftslagsbreytingar og endurnýjanlegir orkugjafar

13.1.2006

Ráðstefnan Eurenew 2006 verður haldin í Reykjavík dagana 4. - 9. júlí nk. Viðfangsefnið er áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa. (European Conference on Impacts of Climate Change on Renewable Energy Sources).

Á undanförnum árum hefur verið unnið að norrænu samstarfsverkefni um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa. Verkefnið er kallað Climate and Energy og er fjármagnað af Norrænum orkurannsóknum og fyrirtækjum innan norræna orkugeirans. Samhliða þessu verkefni er unnið að sambærilegu verkefni hér innanlands sem kallað er Veður og orka og er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Vatnamælinga Orkustofnunar en Orkusjóður og Iðnaðarráðuneyti styrkja verkefnið með fjárframlögum. Bæði verkefnin eru undir stjórn Vatnamælinga Orkustofnunar. Verkefninu lýkur á næsta ári og hefur verið ákveðið að kalla til evrópskrar ráðstefnu undir heitinu: European Conference on Impacts of Climate Change on Renewable Energy Sources - EURENEW 2006

Ráðstefnan verður haldin dagana 4. - 9. júní 2006 á Hótel Nordica í Reykjavík. Megintilgangur hennar er að kynna niðurstöður Climate and Energy verkefnisins fyrir þeim sem vinna að þessum málum innan orkugeirans og þá bæði þeirra sem vinna innan fyrirtækja jafnt sem stjórnsýslu. Jafnframt að kynna niðurstöðurnar fyrir stærri hópi innan Evrópu og leggja þar grunninn að frekara samstarfi á Evrópuvísu. Falast verður eftir sérstökum fyrirlesurum frá orkugeiranum til þess að draga sem skýrast fram þarfir hans í nútíð og framtíð.

Vatnamælingar Orkustofnunar, Orkustofnun og Landsvirkjun munu sjá um skipulagningu ráðstefnunnar. Rekstrarþátturinn verður í höndum Ferðaskrifstofu Íslands (ITB). Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu hennar: Sjá hér

Tenglar:

Climate and energy

Norrænar orkurannsóknir

Senda grein