Fréttir

Nýtt tölublað Verktækni

9.2.2006

Fyrsta tölublað Verktækni á þessu ári kom nýverið út. Meðal efnis í blaðinu má nefna viðtal við Hákon Ólafsson, forstjóra Rb, um m.a. nýjar prófunaraðferðir á alkalívirkni. Meðal annars efnis í blaðinu má nefna annars vegar grein um nýtt sjúkrahús og hins vegar grein um tölvubrotarannsóknir lögreglunnar. Þá er skrifar Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri SV, samantekt frá síðasta NIL fundi þar sem kjaramál verkfræðinga á Norðurlöndunum voru til umræðu.

Verktækni blaðið er gefið út af Stéttarfélagi verkfræðinga, Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands. Verktækni kemur út tíu sinnum á ári. Ritstjóri er Sigrún S. Hafstein (sigrun@vfi.is, sigrun@tfi.is).

Senda grein