Fréttir

Sameiningu hafnað

14.2.2006

Nú liggja fyrir úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Verkfræðingafélagi Íslands, Tæknifræðingafélagi Íslands og Stéttarfélagi verkfræðinga um sameiningu félaganna. Niðurstaðan er sú að tillagan var felld í VFÍ. 57,89% félagsmanna VFÍ greiddu atkvæði með sameiningu en 2/3 hluta atkvæða þurfti til að samþykkja tillöguna.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu í félögunum þremur er sem hér segir:

Verkfræðingafélag Íslands: Já sögðu 57,89%. Nei sögðu 41,30%

Tæknifræðingafélag Íslands: Já sögðu 96,63%. Nei sögðu 3,37%

Stéttarfélag verkfræðinga: Já sögðu 68,95%. Nei sögðu 29,34%

Þátttaka var sem hér segir:

VFÍ: 44,19% félagsmanna greiddu atkvæði.

TFÍ : 45,91% félagsmanna greiddu atkvæði.

SV: 39,86% félagsmanna greiddu atkvæði.

Senda grein