Fréttir

Ný rit Orkustofnunar

3.10.2006

Í september s.l. komu út tvö ný rit hjá Orkustofnun. Fyrst ber að nefna enska útgáfu ritsins Energy in Iceland (2. útg.) en þar er að finna upplýsingar um orkumál á Íslandi. Hitt ritið er gefið út á íslensku og ensku: Orkutölur 2006 / Energy Statistics 2006. Í ritinu er talnaefni með myndum, kortum og töflum. Nánari upplýsingar eru á vef Orkustofnunar og þar er jafnframt vísað á vefslóðir þar sem nálgast má ritin á pdf-formi. Ritin fást hjá Orkustofnun án endurgjalds.

Nánari upplýsingar Sjá hér

Senda grein