Fréttir

Ráðstefna um stjórn- og varnarbúnað

18.10.2006

Ráðstefna um stjórn- og varnarbúnað í íslenska raforkukerfinu á tímum uppbyggingar verður haldin á Íslandi dagana 21. og 22. nóvember nk. Ráðstefnan er á vegum norska verkfræðingafélagsins, TEKNA (Teknisk naturvitenskapelig forening ? Noregi), og Verkfræðingafélags Íslands. Ráðstefnan verður haldin í stjórnstöð Landsnets við Bústaðaveg. Athugið að frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 3. nóvember nk.

Stjórn- og varnarbúnaður skiptir sífellt meira máli í hönnun og rekstri raforkukerfisins og þá einkum vegna þess að ný flutningsvirki eru ekki byggð til að tryggja öryggi kerfisins í þeim mæli sem æskilegt er og áraun á kerfið og áhætta í rekstri þess verður því meiri. Með vel hönnuðum varnarbúnaði má hafa áhrif á það hver viðbrögð kerfisins verða eftir truflanir og þannig lágmarka áhættu á því að til umfangsmikilla truflana komi í kerfinu. Á ráðstefnunni munu íslenskir sem erlendir sérfræðingar flytja áhugaverða fyrirlestra um þetta málefni.

Á vef Landsnets eru upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningu.

Landsnet

Senda grein