Fréttir

Námskeið í jarðskjálftaverkfræði

18.12.2006

Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor HÍ mun á vormisseri 2007 standa fyrir námskeiði í jarðskjálftaverkfræði sem er ætlað þeim sem hafa lokið hið minnsta BS gráðu í byggingarverkfræði eða tilsvarandi námi. Námskeiðið er kennt sem hefðbundið þriggja eininga (6 ECTS) meistaranámskeið, en kennslufyrirkomulag er sniðið bæði að nemendum og starfandi verkfræðingum. Námsgögn og kennsla eru á ensku.

Markmið: Að veita nemendum innsýn í eðli og eiginleika jarðskjálfta og þjálfun í að meta áhrif jarðskjálfta.

Námsefni: Jarðskjálftavirkni. Upptakalíkön. Jarðskjálftabylgjur og útbreiðsla þeirra. Líkön sem lýsa yfirborðshreyfingu í jarðskjálftum og deyfingu hennar. Áhrif yfirborðslaga. Línuleg og ólínuleg jarðskjálftasvörunarróf. Kortlagning jarðskjálftavár. Miðað er við að nemendur leysi stærri verkefni undir umsjón kennara og skrifi skýrslu um þau. Stuðst verður við bókina: Steven L. Kramer, Geotechnical Earthquake Engineering, Prentice Hall, o.fl. heimildir.

Kennari: Ragnar Sigbjörnsson prófessor o.fl.

Tími: Kennt verður á fimmtudögum kl. 16:00 til 19:00 alla hefðbundna kennsludaga á vormisseri 2007, eða í samtals 15 vikur. Fyrsti kennsludagur er fimmtudagurinn 11. janúar n.k.

Staður: VR-II, hús verkfræði og raunvísindadeildar Háskóla Íslands, Hjarðarhagi 2-6, 107 Reykjavík.

Verð: 32.500 kr.

Skráningarfrestur: Til 8. janúar 2007.

Skráning: Vinsamlegast tilkynnið um skráningu (Nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og sími) til Bjarna Bessasonar formanns umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar bb@hi.is (s. 525 4655), sem einnig veitir nánari upplýsingar.

Senda grein