Fréttir

Brýr að baki. - Ný bók í ritröð VFÍ

21.12.2006

Fjórða bókin í ritröð VFÍ kemur út í janúar 2007. Bókin heitir: Brýr að baki. ? Saga brúargerðar á Íslandi. Bókin er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og VFÍ. Höfundur er Sveinn Þórðarson, sagnfræðingur sem er lesendum fyrri bóka í ritröðinni að góðu kunnur fyrir vandaðan, lipran og skemmtilegan stíl.

Bókin er vönduð að allri gerð, um 400 blaðsíður, prýdd 320 myndum sem sumar hverjar hafa aldrei birst áður. Í ritnefnd sátu Einar Hafliðason, formaður, Ríkharður Kristjánsson og Pétur Ingólfsson.

Sem fyrr segir er bókin ?Brýr að baki? fjórða bindið í tíu binda ritröð sem mun ljúka með 100 ára sögu Verkfræðingafélags Íslands árið 2012. Í ritröðinni er fjallað um hin ýmsu svið sem verkfræðingar hafa starfað á en afar lítið er til að slíku efni á íslensku. Í upphafi var mörkuð sú stefna að ritin skuli vera auðlesin, fróðleg og skemmtileg og höfða til almennings jafnt sem verkfræðinga. Bækurnar prýðir fjöldi mynda.

Aðrar bækur í ritröð VFÍ eru:

- Frumhverjar í verkfræði á Íslandi.

- Afl í segulæðum. ? Saga rafmagns á Íslandi í 100 ár.

- Í ljósi vísindanna. ? Saga hagnýtra rannsókna á Íslandi.

?Brýr að baki? kostar 4.900 krónur á skrifstofu VFÍ, en 4.400 krónur ef keypt eru fimm eintök eða fleiri. Nánari upplýsingar um verð og afsláttarkjör fást á skrifstofu VFÍ í síma: 568 8511. Einnig má senda fyrirspurn með tölvupósti: vfi@vfi.is

Senda grein