Fréttir

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa

2.5.2012

Í desember 2011 efndu Reykjavíkurborg og Vegagerðin, í samvinnu við Verkfræðingafélag Íslands og Arkitektafélag Íslands, til opinnar samkeppni um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa. Markmiðið var að fá fram frjóar og áhugaverðar, en jafnfram raunhæfar hugmyndir um nýja göngu- og hjólaleið yfir Elliðaárósa. Sigurður Ragnarsson, byggingarverkfræðingur var fulltrúi VFÍ í dómnefndinni.

Búast má við að samið verði við höfunda fyrstu verðlaunatillögu um áframhaldandi hönnun á verkefninu til útboðs.  Reykjavíkurborg og Vegagerðin gera ráð fyrir að nýja göngu- og hjólaleiðin verði tilbúin í haust.  Hún mun stytta leiðina milli Grafarvogs og miðborgar umtalsvert eða um  0,7 km.  Gert er ráð fyrir aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með það í huga að stuðla að bættu umferðaröryggi og gera leiðina greiðari. Umferð hjólandi og gangandi yfir Elliðaár er mikil og má gera ráð fyrir að hún aukist með tilkomu nýju leiðarinnar.

Senda grein