Félagsaðild að TFÍ

Félagsaðild að TFÍ

Í félagslögum TFÍ er að finna eftirfarandi ákvæði um félagsaðild

Félagar

4. grein

Almennir félagar geta þeir orðið sem lokið hafa burtfararprófi frá æðri tæknifræðiskólum viðurkenndum af þeim alþjóðasamtökum sem TFÍ er aðili að, nú FEANI.

5. grein

Stjórn félagsins getur útnefnt sérhvern karl eða konu heiðursfélaga sem hún telur hafa leyst hafa af hendi mikilvæg störf á sviði tæknifræði eða framkvæmda. Til útnefningar heiðursfélaga þarf samhljóða atkvæði allra stjórnarmanna.

Aukaaðild

6. grein

Tæknifræðinemar sem lokið hafa a.m.k. einu námsári í tæknifræði geta orðið aðilar að TFÍ með takmörkuðum réttindum og skyldum. Aukaaðilar hafa tillögurétt á félagsfundum en hafa ekki atkvæðisrétt. Aukaaðili getur ekki setið í stjórn T.F.Í.

Inntaka félaga

7. grein

Þeir sem óska eftir því að gerast félagar í TFÍ skulu senda skrifstofu félagsins umsókn sína á þar til gerðu eyðublaði ásamt afriti prófskírteinis, æviágripi og ljósmynd.

8. grein

Allar umsóknir um fulla aðild að félaginu skulu koma til umsagnar menntunarnefndar.Að fenginni umsögn menntunarnefndar tekur stjórn afstöðu til umsókna og séu þær samþykktar samhljóða er inntaka umsækjanda þar með endanlega samþykkt. Umsóknir um aukaaðild eru afgreiddar á stjórnarfundi. Sé ágreiningur í stjórn um afgreiðslu umsóknar, tekur félagsfundur endanlega ákvörðun.

Senda grein