Leiðbeiningar

Leiðbeiningar MTFÍ varðandi inntökubeiðnir og/eða umsóknir um starfsheiti

1.    Inntökubeiðni í MTFÍ og/eða umsókn um starfsheiti.

  • Umsækjandi með próf og prófgráðu sem uppfyllir skilyrði til að kalla sig tæknifræðing samanber reglur þar um, þarf að senda inn með umsókn staðfest prófskírteini frá viðkomandi skóla ásamt ferilskrá sem lýsir námi og skilgreiningu á einingum námsins. Fram þarf að koma hvaða ár nám hefst og hvenær því líkur.
  • Hægt er að sækja um á vef félagsins eða koma á skrifstofuna að Engjateigi 9, 105 Reykjavík.
  • Þeir sem útskrifast frá Verkfræðideild Háskóla Íslands eða Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík geta heimilað félaginu að sækja námsferilskrána til viðkomandi skóla í stað þess að senda hana inn.
  • Iðnaðarráðuneyti tekur ljósrit af frumskjölum þar sem fram þurfa að koma upplýsingar um próf og prófgráður ef einungis er sótt um starfsheiti.
  • Æskilegt er að upplýsingar um undanfara náms fylgi þ.e. stúdentspróf eða annað sambærilegt próf og þá hvaða ár og hvaðan. 

2.     Mynd þarf að fylgja umsókn ef um inntökubeiðni í félagið er að ræða. 

3.     Athugið
       
Umsóknir verða ekki teknar til afgreiðslu fyrr en upplýsingar liggja fyrir sbr. hér að ofan.

4.     Umsækjendum er bent á að kynna sér vel inntökureglur og félagslög TFÍ.

 5.     Allar umsóknir um starfsheiti og inngöngu í TFÍ fara til afgreiðslu hjá Menntunarnefnd TFÍ. Sama máli gegnir
          um fyrirspurnir varðandi námsmat.

 6.    Fyrirspurnum um umsóknir og öðrum daglegum erindum svarar skrifstofa TFÍ. Ef erindið er brýnt má leita til
        formanns Menntunarnefndar TFÍ, sjá þó 4. grein í inntökureglum TFÍ.

 7.    Menntunarnefnd fundar mánaðarlega nema í júlímánuði, en þá er sumarfrí.

Senda grein