Félagsgjöld

Félagsgjöld

Félagsgjöld TFÍ eru ákveðin á aðalfundi ár hvert en í 30. gr. félagslaga (sjá hér að neðan) er gerð grein fyrir frávikum frá

Úr félagslögum TFÍ

22. grein

Aðalfundur ákveður almennt félagsgjald, að fengnum tillögum stjórnar.

Heimilt er að greiða árgjald með jöfnum afborgunum að höfðu samráði við framkvæmdastjóra. Lendi félagsmaður í vanskilum með árgjald sitt er stjórninni heimilt að láta hann bera innheimtukostnað, auk vaxta.

Skuldi félagsmaður áragjöld tveggja ára, getur stjórnin fellt nafn hans af félagaskrá að undanfenginni skriflegri viðvörun. Félagsmaður öðlast rétt á ný, ef hann greiðir upp skuldir sínar við félagið.

23. grein

Félagar búsettir erlendis greiða 1/2 árgjalds. Aukafélagar greiða 1/10 árgjalds. Heiðursfélagar greiða ekki ársgjöld.

24. grein

Stjórn félagsins getur lækkað eða fellt niður félagsgjöld hjá einsökum félögum, ef henni þykir sérstakar ástæður mæla með því, t.d., ef laun félaga hafa minnkað verulega, vegna aldurs, sjúkleika eða af öðrum orsökum. Félagar, sem látið hafa af störfum vegna aldurs sjúkleika eða af öðrum orsökum, þurfa ekki að greiða félagsgjöld.>

25. grein

Rekstrarkostnaður félagsins er greiddur úr félagssjóði. Hafi deildir sjálfstæðan fjárhag, rennur árgjald til deildar í sjóð hennar og skal hann standa straum af reksturskostnaði deildarinnar. Venjulegan kostnað af fundum deilda er heimilt að greiða úr félagssjóði eftir mati stjórnar. Félagssjóður ber fjárhagslega ábyrgð á útgáfu Tímarits TFÍ.
Senda grein