Starfsheitið tæknifræðingur

Starfsheitið tæknifræðingur

Samkvæmt lögum nr. 8 frá 11. mars 1996 hafa þeir menn einir rétt til að nota starfsheitið tæknifræðingur sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra, enda hafi þeir lokið námi frá fullgildum tæknifræðiskóla. Menntunarnefnd TFÍ setur reglur í samvinnu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, sem auglýsir hvaða nám telst leiða til fullnaðarprófs í tæknifræði.

Reglur Menntunarnefndar TFÍ og leiðbeiningar um mat á umsóknum um tæknifræðingstitil.

Hægt er að sækja um leyfi til að nota starfsheitið tæknifræðingur um leið og viðkomandi sækir um inngöngu í Tæknifræðingafélagið. Að fenginni umsögn Menntunarnefndar sækir félagið fyrir viðkomandi um starfsheitið til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Einnig er hægt að sækja um starfsheitið hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Senda grein