Fréttir

2.12.2016 : Samruni á fullveldisdaginn

 

Samrunafundur VFÍ og TFÍ sem haldinn var á Fullveldisdaginn 1. desember var vel sóttur. Lög félagsins voru samþykkt einróma og kosið í stjórnir félagsins. Formaður til næstu tveggja ára er Páll Gíslason, verkfræðingur. Sameinað félag tekur formlega til starfa 1. janúar 2017.

Lesa meira
 

25.11.2016 : Samrunafundur VFÍ og TFÍ

Sameining Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Niðurstaðan var tilkynnt  11. nóvember. Stofnfundur sameinaðs félags verður fimmtudaginn 1. desember kl. 17 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Á fundinum verður kosið í stjórnir félagsins. – Aðalstjórn VFÍ, Stjórn Kjaradeildar VFÍ og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.

Lesa meira
 

24.11.2016 : Desemberuppbót 2016

Desemberuppbót skal greiða eigi síðar en 15. desember samkvæmt kjarasamningum. Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði verkfræðinga og tæknifræðinga og desemberuppbót 2016 samkvæmt þeim samningi er kr. 82.000.- fyrir fullt starf.  Ekki er greidd desemberuppbót samkvæmt kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV).

Lesa meira
 

23.11.2016 : Endurskoða þarf leyfisferlið

 

Almenn samstaða var um það á morgunverðarfundi Verkfræðingafélags Íslands að taka þurfi núgildandi leyfisferli framkvæmda til endurskoðunar þannig að athugasemda- og kærumál setji ekki verkefni óvænt í uppnám á síðustu metrunum þegar framkvæmdir eru að hefjast, eins og átti sér stað vegna línuframkvæmda á Norðausturlandi. Glærur frá fundinum eru komnar á vefinn. Streymt var frá fundinum og hér er upptakan.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

02.12.2016 Sameiginlegir atburðir Samlokufundur: Raki í byggingum

Á Samlokufundi föstudaginn 2. desember, um Björn Marteinsson arkitekt og verkfræðingur fjalla um raka í byggingum. Hvaðan kemur rakinn og hvaða áhætta tengist honum? Mat á raka og hita byggingarhluta á hönnunarstigi og hvað þarf að vera í „Greinargerð um hita og raka“ sem Mannvirkjastofnun mun innan tíðar gera kröfur um sem hluta af skilagögnum vegna byggingarframkvæmda. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Byggingarstaðlaráð og verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12-13. Boðið verður upp á samlokur og gos.

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
desember 2016
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir