Fréttir

25.4.2016 : Orlofsuppbót 2016

Samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins á full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2016 að greiðast 1. júní næstkomandi. Upphæðin er kr. 44.500.- Kjarasamningurinn við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum markaði. Athugið að Í kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga eru ekki ákvæði um að greiða orlofs- eða desemberuppbót, þó eru dæmi um að það sé gert.

 

22.4.2016 : Rýni 2016 - Dubai

Rýnisferðin 2016 verður farin til Dubai dagana 24. september til 1. október. Ferðin er skipulögð af TFÍ en eins og áður eru félagsmenn VFÍ velkomnir.  Skráning í ferðina hefst miðvikudaginn 18. maí.


Gert er ráð fyrir að hámarki 90 manns í ferðina. 

Eins og áður er ferðin opin öllum félagsmönnum TFÍ og VFÍ ásamt mökum.

Lesa meira
 

4.4.2016 : Aðalfundur TFÍ - nýr formaður

Aðalfundur TFÍ var haldinn 31. mars 2016.  Jóhannes Benediktsson, byggingartæknifræðingur hjá Eflu er nýr formaður félagsins. Einnig voru kosin í stjórn Jens Arnljótsson og Helgi Páll Einarsson, meðstjórnendur og Kristjana Kjartansdóttir, varameðstjórnandi. Aðrir í stjórn eru: Sigurður Örn Hreindal og Sigurður R. Guðmundsson.  Einnig sitja fulltrúar KTFÍ og STFÍ í stjórninni.

Ársskýrsla TFÍ 2015-2016.

Lesa meira
 

29.3.2016 : Aðalfundir 2016

engjateigurAðalfundur Tæknifræðingafélags Íslands verður haldinn í 31. mars kl. 17.  Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hefjast mun Arnlaugur Guðmundsson flytja fyrirlestur um þróun tölvutækni og búnaðar síðustu áratugi. Arnlaugur er í ritnefnd Skýrslutæknifélagsins (SKÝ) um sögu upplýsingatækni á Íslandi.

Tillögur stjórnar um lagabreytingar verða teknar fyrir á fundinum. Varða þær annars vegar ákvörðun félagsgjalda og hins vegar að ákvörðun um laun formanns verði sérstakur dagskrárliður á aðalfundi.


Aðalfundur Kjarafélags TFÍ (KTFÍ)  verður 30. mars kl. 17 og aðalfundur Félags stjórnenda og sjálfstætt starfandi var haldinn 17. mars.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

21.06.2016 Sameiginlegir atburðir Hjóna-/paramót í golfi

Skráning hefst mánudaginn 21. mars.

Golfmót á Korpúlfsstöðum, níu holur á Landinu eða Ánni þriðjudaginn 21. júní kl. 13:00 og ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið er með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins 9 holur. Hámarksfjöldi í mótinu verða um 20 hjón/pör eða 40 þátttakendur. Félagsmenn VFÍ og TFÍ mega taka með sér maka, sambýling eða náið skyldmenni og spila með honum, en þeir geta ekki boðið öðrum gestum. Lesa meira

12.08.2016 Sameiginlegir atburðir VerkTækni golfmótið 2016

VerkTækni golfmótið verður nú haldið í nítjánda sinn og fer að þessu sinni fram á golfvellinum að Hellishólum í Fljótshlíðinni, föstudaginn 12. ágúst. Mótið er einungis fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga sem eru félagmenn í VFÍ og TFÍ, maka þeirra og aðra gesti. Keppt er í sveitakeppni á milli verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem fimm bestu skor telja án forgjafar. Einnig er keppt í eftirtöldum flokkum einstaklinga. Lesa meira

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
apríl 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir