Fréttir

20.1.2015 : Kannanir vegna kjaraviðræðna

Til að fá upplýsingar um vilja félagsmanna í kjaraviðræðum eru þeim sendar kannanirnar með tölvupósti. Er mikilvægt að sem flestir taki þátt, kannanirnar eru stuttar og hnitmiðaðar. Notað er forritið QuestionPro og nafnleynd er tryggð. Notkun forritsins er gjaldfrjáls fyrir félagasamtök og aðra sem ekki starfa í hagnaðarskyni.

 

7.1.2015 : Tillögur vekja athygli fjölmiðla

Tillögur að stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands sem fulltrúar VFÍ afhentu ráðherrum 30. desember vekja athygli. Kristinn Andersen formaður VFÍ hefur verið í viðtölum í ljósvakamiðlum og prent- og netmiðlar hafa einnig kveikt á málinu, enda áhugavert.

Lesa meira
 

30.12.2014 : Ráðherrum afhentar tillögur að  stefnumótun í rafbílavæðingu

Fulltrúar Verkfræðingafélags Íslands afhentu í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttir iðnaðarráðherra tillögur að stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands ásamt aðgerðaráætlun og greinargerð.
Lesa meira
 

22.12.2014 : Gleðilega hátíð!

Stjórn og starfsfólk Tæknifræðingafélags Íslands óskar félagsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.


Skrifstofan verður lokuð á Þorláksmessu, milli jóla og nýárs og föstudaginn 2. janúar.

 

Eldri fréttir


Á döfinni

Enginn viðburður fannst skráður.


forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
janúar 2015
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir