Fréttir

6.7.2014 : Sumarlokun skrifstofu

stjupa

Vinsamlega athugið að skrifstofa TFÍ og VFÍ verður lokuð vegna sumarleyfa frá 7. júlí til 5. ágúst. Upplýsingar um VerkTækni golfmótið sem verður haldið 13. ágúst voru sendar félagsmönnum í tölvupósti. Einnig er frétt um mótið hér á vefnum og upplýsingar í viðburðadagatali. 

 

5.7.2014 : Alþjóðleg steinsteypuvika

Vikuna 11. – 15. ágúst nk. verður alþjóðleg Steinsteypuvika haldin á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík hér á landi. Þar ber Norrænu Steinsteypuráðstefnuna, XXII Nordic Concrete Research Symposium, hæst en hún er haldin á þriggja ára fresti á Norðurlöndunum. Samhliða henni verður ráðstefnan Eco-Crete , International Symposium on Sustainability einnig haldin ásamt norrænni ráðstefnu um flotfræði. Félagsmönnum VFÍ og TFÍ býðst að skrá sig á sérstöku forsöluverði.

Lesa meira
 

2.7.2014 : Kjarakönnun 2014

Niðurstöður kjarakönnunar Kjarafélags TFÍ (KTFÍ) 2014 liggja fyrir. Þær má nálgast hér á vefnum. Til að auðvelda félagsmönnum lestur kjarakönnunar er þeim bent á að skoða heildarlaun hvers árgangs í töflu 2 og síðan töflurnar fjórar nr. 24, 26, 28 og 30 sem greindar eru eftir starfsvettvangi. 

Lesa meira
 

2.7.2014 : VerkTækni golfmótið 2014

VerkTækni Opið verður nú haldið í sautjánda sinn og fer að þessu sinni fram á  golfvelli golfklúbbsins Leynis á Akranesi, miðvikudaginn 13. ágúst. Mótið er einungis fyrir félagmenn VFÍ og TFÍ, maka þeirra og gesti.  Keppt  er í sveitakeppni á milli verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem fimm bestu skor telja án forgjafar.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

13.08.2014 Sameiginlegir atburðir VerkTækni golfmótið

Árlegt golfeinvígi verkfræðinga og tæknifræðinga. VerkTækni Opið verður nú haldið í sautjánda sinn og fer að þessu sinni fram á golfvelli golfklúbbsins Leynis á Akranesi, miðvikudaginn 13. ágúst. Mótið er fyrir félagmenn VFÍ og TFÍ, maka þeirra og gesti. Keppt er í sveitakeppni á milli verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem fimm bestu skor telja án forgjafar. Lesa meira

14.09.2014 - 19.09.2014 Sameiginlegir atburðir Rýnisferð til Toronto

Rýnisferð til Toronto í Kanada. Skráning hófst 18. mars og er löngu uppselt í ferðina.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
ágúst 2014
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir