Fréttir

19.5.2015 : Viðurkenningar fyrir lokaverkefni

Á Tæknidegi Háskólans í Reykjavík, sem haldinn var 15. maí, voru afhentar viðurkenningar TFÍ fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Önundur Jónasson, formaður TFÍ, afhenti nemendum viðurkenningarnar. Þrjú verkefni hlutu viðurkenningu að þessu sinni.

Lesa meira
 

18.5.2015 : Mekano er besti nýliðinn

Nýverið voru kynnt íslensku úrslitin í Nordic Startup Awards. Mekano, fyrirtæki Sigurðar Arnar Hreindal, tæknifræðings og stjórnarmanns í TFÍ var valinn besti nýliðinn. Mekano stefnir að framleiðslu nýrra kynslóða fjöltengja. Um er að ræða samsett einingafjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og er mun minna í sniðum en þau fjöltengi sem þekkjast í dag. Markmiðið er að fækka snúrum, nýta pláss betur, ásamt því að hanna fjöltengi í nýstárlegu og stílhreinu útliti.
Íslensku úrslitin.

 

18.5.2015 : Lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð með gæðastjórnun

Ráðstefna VFÍ, TFÍ og HR fimmtudaginn 21. maí kl. 9-11:30 í HR stofu V101. Gæðastjórnun er ofarlega á baugi í íslenskum mannvirkja- og byggingariðnaði. Sem dæmi má nefna að ítarlegar kröfur um gæðastjórnun við mannvirkjagerð voru nýverið lögleiddar. Mismunandi gæðakerfi og stjórnunaraðferðir eins og straumlínustjórnun geta mögulega lækkað byggingakostnað umtalsvert hér á landi.

Lesa meira
 

30.4.2015 : Tæknifræðingur tilnefndur til Nordic Startup Awards

Nýtt fyrirtæki Sigurðar Arnar Hreindal, tæknifræðings og stjórnarmanns í TFÍ hefur verið tilnefnt til Norrænna nýsköpunarverðlauna. Fyrirtækið nefnist Mekano ehf. og stefnir að framleiðslu nýrra kynslóða fjöltengja. Sigurður kynnti verkefnið sitt á aðalfundi TFÍ. Mekano stefnir á að koma fyrstu vörunum á markað um næstu áramót og hefja svo útflutning í framhaldinu.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

28.05.2015, kl. 12:00 - 13:00 Sameiginlegir atburðir BIM og Fjársýsla ríkisins (FSR)

Á Samlokufundi fimmtudaginn 28. maí munu sérfræðingar Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) fjalla um BIM fyrir innviði, stöðuna á innleiðingu í nágrannalöndum, ásamt því að kynna hvernig BIM er notað í dag við hönnun og verklegar framkvæmdir hjá FSR. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 12-13. Að venju fá félagsmenn ókeypis samloku og gos, aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

23.06.2015 Sameiginlegir atburðir Hjóna-/parakeppni í golfi

Hjóna-/parakeppni verkfræðinga og tæknifræðinga. Golfmót á Korpúlfsstöðum - níu holur á Landinu VFÍ og TFÍ halda golfmót fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga þriðjudaginn 23. júní kl. 13, ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið er með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur. Hámarksfjöldi í mótinu verða um 40 hjón eða 80 þátttakendur. Verkfræðingur og tæknifræðingur getur tekið með sér maka, sambýling eða náið skyldmenni og spilað með honum, en ekki er hægt að bjóða öðrum gestum.

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
maí 2015
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir