Fréttir

30.11.2015 : Desemberuppbót

Desemberuppbót skal greiða eigi síðar en 15. desember samkvæmt kjarasamningum. Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði verkfræðinga og tæknifræðinga og desemberuppbót 2015 samkvæmt þeim samningi er kr. 78.000.- fyrir fullt starf.  Ekki er greidd desemberuppbót samkvæmt kjarasamningi við FRV.


Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í byrjun desember ár hvert, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.m.t. að því er varðar starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári.

 

18.11.2015 : Staða samningaviðræðna

Mikið annríki hefur verið vegna kjarasamningaviðræðna. Samningum er lokið við RARIK og samningur samþykktur í atkvæðagreiðslu. Samningur við ríki var samþykktur á kynningar- kjörfundi 23. nóvember. Öðrum samningum er ólokið og viðræður standa yfir.

Lesa meira
 

17.11.2015 : Málþing: Betri byggingar - Bætt heilsa

VFÍ og TFÍ eru í hópi samstarfsaðila sem standa fyrir málþingi um loftgæði á heilbrigðisstofnunum, vinnustöðum og heimilum. Málþingið verður á Grand hóteli þriðjudaginn 24. nóvember kl. 13-18. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Lesa meira
 

2.11.2015 : Mótun framtíðar. - Starfs- og ævisaga Trausta  Valssonar

Á Samlokufundi 5. nóvember mun Trausti Valsson kynna bókina "Mótun framtíðar" sem er ævi og starfssaga hans. Persónusagan er þó ekki í forgrunni heldur þeir straumar og stefnur sem hafa ríkti í skipulagi og hönnun síðastliðin 50 ár.

Jafnframt segir Trausti frá helstu skipulags- og rannsóknaverkefnum starfsævi sinnar í bókinni.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

09.12.2015, kl. 12:00 Sameiginlegir atburðir Samlokufundur: Stríðsárin 1938-1945

Samlokufundur í desember er að venju helgaður jólabókaflóðinu. Að þessu sinni mun Páll Baldvin Baldvinsson kynna bókina: Stríðsárin 1938-1945. Páll Baldvin, bókmenntafræðingur og menningarrýnir, hefur um árabil haft brennandi áhuga á þessu einstæða tímabili í sögu þjóðarinnar. Verkið er afrakstur gríðarlega umfangsmikillar vinnu hans við söfnun ljósmynda, endurminninga og annarra heimilda um stríðsárin.

11.12.2015, kl. 13:00 - 16:30 Sameiginlegir atburðir Rafbílavæðing Íslands. - Hver er staðan?

Föstudaginn 11. desember mun Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ (RVFÍ) standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi. Reynt verður að ná utan um það sem hefur gerst á því eina ári sem liðið er frá fjölsóttri ráðstefnu deildarinnar um sama efni. – Í framhaldi skilaði Verkfræðingafélag Íslands ríkisstjórninni stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands ásamt aðgerðaráætlun og greinargerð. Dagskrá auglýst síðar.

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
desember 2015
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir