Fréttir

30.10.2014 : Rafbílavæðing á Íslandi - ráðstefna

Fimmtudaginn 13. nóvember mun Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaðila. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir spennandi málefni þar sem margt er í deiglunni. Dagskráin er metnaðarfull og á staðnum verða rafbílar til sýnis og prufuaksturs. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19 kl. 13 -17:30. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og við hvetjum félagsmenn að tryggja sér sæti og skrá sig sem fyrst á skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300. Ókeypis er á ráðstefnuna.

Lesa meira
 

23.10.2014 : STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar

Skráning er hafin á STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar sem fram fer 4. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Þátttaka í viðburðinum er endurgjaldslaus og er jafnframt boðið upp á hádegisverð og kaffiveitingar.

Lesa meira
 

20.10.2014 : Hádegisfundur - Upptaka

Á hádegisfundi STFÍ kynntu Karl Guðni Garðarsson og Sigurður Örn Hreindal lokaverkefni sín í tæknifræði frá HÍ og Keili. Fyrirlestur Karls fjallar um tilraunir hans til að sýna fram á að grenjandi grenndarlag getur myndast þegar vatn flæðir í gegnum sáldurplötu og inn í lögn sem flytur vatn. Fyrirlestur Sigurðar fjallar um hönnun hans á nálavindivél fyrir fyrirtæki sem vinna við netagerð og netaviðgerðir. Fundurinn var sendur út beint og upptöku má nálgast hér. Athugið að upptakan byrjar á 00:05:40.

Lesa meira
 

16.10.2014 : Fyrirlestur Donald Sadoway - upptaka

Á afmælishátíð HR í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá stofnun Tækniskóla Íslands flutti Donald Sadoway, prófessor við MIT, fræðandi og líflegan fyrirlestur um sjálfbæra framtíð og hlutverk háskóla. Sadoway er auk annars merkilegur frumkvöðull í þróun nýrra rafhlaðna. Fjölmargt fróðlegt er á heimsíðunni hans og og fyrirtækisins AmbriFyrirlestur Donalds Sadoway.

 

Eldri fréttir


Á döfinni

04.11.2014, kl. 9:00 - 17:00 Sameiginlegir atburðir STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar

TFÍ og VFÍ taka þátt í samstarfsverkefni sem stendur að STEFNUmóti íslensks byggingariðnaðar sem fram fer 4. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Skráning er hafin Lesa meira

07.11.2014 Sameiginlegir atburðir Haustferð Austurlandsdeilda

Norðfjarðargöng - Olíuleit - Hildibrand

Haustferð Austurlandsdeilda TFÍ og VFÍ föstudaginn 7. nóvember. Skoðunarferð í Norðfjarðargöng, fyrirlestar og léttar veitingar á Hildebrand hotel Neskaupstað: olíuleit og Norðfjarðargöng.  Lesa meira

13.11.2014, kl. 13:00 - 17:30 Sameiginlegir atburðir Rafbílavæðing Íslands

Ráðstefna á vegum RVFÍ

Ráðstefna Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ um rafbílavæðingu á Íslandi. Ráðstefnan verður í fundasal Arionbanka Borgartúni. Dagskrá má nálgast í frétt á forsíðu.

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
nóvember 2014
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir