Fréttir

22.4.2015 : Framlenging á samningi við FRV samþykkt

Framlenging á kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga var samþykkt.

Eftirtalin atriði eru tiltekin í framlengingu samningsins:  

- Gildistími framlengingar er til og með 29. febrúar 2016.

- Laun hækka um 3,5% frá og með 1. apríl 2015.

- Í október 2015 verður launaliður samningsins tekinn til endurskoðunar auk samningsbundinna réttinda, enda er það sameiginlegur vilji samningsaðila að tryggja samkeppnishæf kjör þeirra sem samningurinn nær til. 

 

17.4.2015 : Fullt hús á hádegisfundi STFÍ

Það var mikill áhugi á tveimur lokaverkefnum sem kynnt voru á hádegisfundi STFÍ. Gísli Þór Ólafsson fjallaði um ástæður hitamyndunar í raforkubúnaði gagnavera og Gunnar Sigvaldason fjallaði um "krítíska" lengd jarðstrengja.

Lesa meira
 

16.4.2015 : Kynning á framlengingu kjarasamnings við FRV

Þriðjudaginn 21. apríl 2015 fer fram kynning og greidd atkvæði um framlengingu kjarasamnings Kjarafélags TFÍ og Kjaradeildar VFÍ við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV). Fundurinn verður að Engjateigi 9, kl. 17:30. 

Lesa meira
 

25.3.2015 : Aðalfundur TFÍ 2015

Aðalfundur TFÍ var haldinn fimmtudaginn 26. mars.  Í stjórn voru kosnir Sigurður Rúnar Guðmundsson og Sigurður Örn Hreindal, meðstjórnendur til tveggja ára og Þorleifur Magnús Magnússon var kosinn varameðstjórnandi til eins ár. Aðrir í stjórn eru: Önundur Jónasson, formaður, Helgi Páll Einarsson og Jens Arnljótsson. Einnig sitja fulltrúar KTFÍ og STFÍ í stjórninni.

Ársskýrsla TFÍ 2014-2015.

 

Eldri fréttir


Á döfinni

23.06.2015 Sameiginlegir atburðir Hjóna-/parakeppni í golfi

Hjóna-/parakeppni verkfræðinga og tæknifræðinga. Golfmót á Korpúlfsstöðum - níu holur á Landinu VFÍ og TFÍ halda golfmót fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga þriðjudaginn 23. júní kl. 13, ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið er með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur. Hámarksfjöldi í mótinu verða um 40 hjón eða 80 þátttakendur. Verkfræðingur og tæknifræðingur getur tekið með sér maka, sambýling eða náið skyldmenni og spilað með honum, en ekki er hægt að bjóða öðrum gestum.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
apríl 2015
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir