Fréttir

23.2.2015 : geoSilica Iceland - upptaka

Fida Abu Libdeh annar stofnenda geoSilica Iceland ehf. var fyrirlesari á hádegisfundi STFÍ. Fyrirtækið var stofnað af tveimur nýútskrifuðum tæknifræðingum árið 2012. GeoSilica sérhæfir sig í vinnslu á hágæða jarðhitakísli í heilsuvörur m.a. til manneldis. Fyrirtækið er að þróa framleiðslulínu byggða á örsíunartækni (e. ultrafiltration) til þess að auka styrk og hreinsa jarðhitakísl í skiljuvatni Hellisheiðarvirkjunar. Upptaka frá fundinum.

 

12.2.2015 : Kannanir vegna kjaraviðræðna

Til að fá upplýsingar um vilja félagsmanna í kjaraviðræðum eru þeim sendar kannanirnar með tölvupósti. Er mikilvægt að sem flestir taki þátt, kannanirnar eru stuttar og hnitmiðaðar. Notað er forritið QuestionPro og nafnleynd er tryggð. Notkun forritsins er gjaldfrjáls fyrir félagasamtök og aðra sem ekki starfa í hagnaðarskyni.

 

12.2.2015 : 90 konur á fundi um launaviðtöl

Það var fullt hús á fundi Kvennanefndar VFÍ um launaviðtöl. Á fundinn var boðið konum í VFÍ og TFÍ og mættu um 90 konur og hlýddu á erindi Þrúðar G. Haraldsdóttur, sviðsstjóra kjaramála. Launaviðtalið - glærurUpptaka frá fundinum.

 

11.2.2015 : Félögin á Framadögum

TFÍ og VFÍ tóku þátt í Framadögum háskólanna sem voru í Háskólanum í Reykjavík. Á Framadögum gefst gott tækifæri að kynna starfsemi félaganna.

Framadagar eru fyrst og fremst ætlaðir háskólanemum og þeim sem hafa nýlokið námi. Markmiðið er að háskólanemar fái tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika varðandi sumarstörf, framtíðarstörf og verkefnavinnu. Það er mjög mikilvægt fyrir félögin að hafa sterk tengsl við skólana og margir höfðu áhuga á að ræða við fulltrúa félaganna um ýmislegt sem varðar námið og hvað tekur við þegar út á vinnumarkaðinn er komið.

 

Eldri fréttir


Á döfinni

12.03.2015 Sameiginlegir atburðir Aðalfundir Austurlandsdeilda

Sameiginlegur aðalfundur Austurlandsdeilda TFÍ og VFÍ verður haldinn miðvikudaginn 12. mars kl. 16:30 í björgunarsveitarhúsinu Þórðarbúð á Reyðarfirði. Fundurinn hefst með sameiginlegri dagskrá deildanna. Að henni lokinni verða hefðbundin aðalfundarstörf. Lesa meira

26.03.2015 Atburðir TFÍ Aðalfundur TFÍ

Aðalfundur TFÍ 2015.

Aðalfundur Tæknifræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. mars. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
mars 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir