Fréttir

18.10.2016 : Kosið um sameiningu - kynningarefni

Stjórnir TFÍ og VFÍ hafa samþykkt að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um sameiningu félaganna. Atkvæðagreiðslan verður 5. - 11. nóvember. Fram að þeim tíma verða hugmyndir um sameiningu kynntar, m.a. á heimasíðum félaganna og á opnum kynningarfundum 26. og 27. október. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér vel þau gögn sem liggja fyrir. Ef spurningar vakna er hægt að senda tölvupóst eða leggja fram fyrirspurnir á Facebook síðu TFÍ.

Lesa meira
 

13.10.2016 : Samstarfsnefnd VFÍ og TFÍ lýkur störfum

Samstarfsnefnd VFÍ – Verkfræðingafélags Íslands og TFÍ – Tæknifræðingafélags Íslands hefur lokið störfum. Nefndin hefur lagt fyrir stjórnir félaganna tillögur að samrunasamningi og nýjum lögum fyrir sameinað félag tæknifræðinga og verkfræðinga.

Lesa meira
 

12.10.2016 : Ný bók: Árdagar Íslendinga

Í nóvember kemur út bókin „Árdagar Íslendinga - Kenningar um uppruna Íslendinga og landnámið" eftir Guðmund G. Þórarinsson, byggingarverkfræðing. Í bókinni fer Guðmundur aftur til elstu heimilda um fund Íslands, fjallar um Landnámu og Íslendingabók en fer einnig í  merkilegar kenningar fræðimanna um aðra mögulega uppruna Íslendinga. Þá er einnig fjallað um aðstæður á Íslandi á landnámstímabilinu og það sem getur hafa haft áhrif á sagnaritara á hverjum tíma.Guðmundur mun halda námskeið um efni bókarinnar hjá Endurmenntun HÍ núna á haustmánuðum. 

Lesa meira
 

10.10.2016 : Skimun á ristilkrabbameini - kynningarfundur

Í hádeginu í dag, 10. október, var haldinn kynningarfundur vegna átaksins "Skimun á ristilkrabbameini". Því miður misfórst hljóðupptaka á fundinum en helstu upplýsingar verða reifaðar hér á eftir. Markmið átaksins er að veita fræðslu og beita forvarnaraðgerðum gegn krabbameini í meltingarvegi.  Sjúkra- og styrktarsjóðir VFÍ og KTFÍ hafa áður staðið fyrir slíku átaki sem skilaði góðum árangri. Rétt um 300 sjóðfélagar nýttu  boð um ristilspeglun. Að þessu sinni fá sjóðfélagar 49 ára og eldri boð um að mæta í ristilspeglun.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

Enginn viðburður fannst skráður.


forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
október 2016
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir