Fréttir

25.3.2015 : Aðalfundur TFÍ 2015

Aðalfundur TFÍ var haldinn fimmtudaginn 26. mars.  Í stjórn voru kosnir Sigurður Rúnar Guðmundsson og Sigurður Örn Hreindal, meðstjórnendur til tveggja ára og Þorleifur Magnús Magnússon var kosinn varameðstjórnandi til eins ár. Aðrir í stjórn eru: Önundur Jónasson, formaður, Helgi Páll Einarsson og Jens Arnljótsson. Einnig sitja fulltrúar KTFÍ og STFÍ í stjórninni.

Ársskýrsla TFÍ 2014-2015.

 

23.3.2015 : Hjóna-/parakeppni í golfi

Golfnefnd VFÍ og TFÍ stendur fyrir hjóna- eða parakeppni í golfi á Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 23. júní kl. 13, ræst er út á sex mínútna fresti. Leikið verður með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur.


Hámarksfjöldi í mótinu verða um 40 hjón eða  80 þátttakendur.

Lesa meira
 

19.3.2015 : Nú eru góð ráð dýr - eða hvað?

Mánudaginn 23. mars verður fundur um útboð og kaup á ráðgjafarþjónustu á vegum Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ. Fundurinn verður á Hilton Nordica kl. 15:30 – 17:00. Fyrirlesarar eru Jóhannes Karl Sveinsson, hrl. hjá Landslögum og Michael Osborne sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum.

Nánari upplýsingar.

Allir velkomnir en vinsamlega skráið ykkur.

 

23.2.2015 : geoSilica Iceland - upptaka

Fida Abu Libdeh annar stofnenda geoSilica Iceland ehf. var fyrirlesari á hádegisfundi STFÍ. Fyrirtækið var stofnað af tveimur nýútskrifuðum tæknifræðingum árið 2012. GeoSilica sérhæfir sig í vinnslu á hágæða jarðhitakísli í heilsuvörur m.a. til manneldis. Fyrirtækið er að þróa framleiðslulínu byggða á örsíunartækni (e. ultrafiltration) til þess að auka styrk og hreinsa jarðhitakísl í skiljuvatni Hellisheiðarvirkjunar. Upptaka frá fundinum.

 

Eldri fréttir


Á döfinni

23.06.2015 Sameiginlegir atburðir Hjóna-/parakeppni í golfi

Hjóna-/parakeppni verkfræðinga og tæknifræðinga. Golfmót á Korpúlfsstöðum - níu holur á Landinu VFÍ og TFÍ halda golfmót fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga þriðjudaginn 23. júní kl. 13, ræst er út á 6 mínútna fresti. Leikið er með greensome fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur. Hámarksfjöldi í mótinu verða um 40 hjón eða 80 þátttakendur. Verkfræðingur og tæknifræðingur getur tekið með sér maka, sambýling eða náið skyldmenni og spilað með honum, en ekki er hægt að bjóða öðrum gestum.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
apríl 2015
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir