Fréttir

28.8.2014 : Jón og Sigrún unnu golfmótið

Jón B. Ólafsson og Sigrún Guðmundsdóttir unnu hjóna- og parakeppni VFÍ og TFÍ í golfi. Mótið var haldið þriðjudaginn 26. ágúst á Sjónum á Korpúlfsstaðavelli. Til keppninnar var boðið verkfræðingum, tæknifræðingum og arkitektum. Ellefu hjón og pör tóku þátt. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og voru tvö lið jöfn í fyrsta sæti á 37 höggum og giltu því þrjú síðustu skor á  níu holunum. Einnig voru þrjú lið jöfn á 38 höggum.  Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sæti í hjóna- og parakeppninni og nándarverðlaun á 6. braut.

Lesa meira
 

28.8.2014 : Norræna brúaráðstefnan

Norræna brúaráðstefnan verður haldin hér á landi dagana 2. - 4. september. Dagskrá ráðstefnunnar. 

 

27.8.2014 : Nýtt tölublað Verktækni - skilafrestur

Verktækni - Tímarit VFÍ/TFÍ kom út í júlímánuði. Í blaðinu eru meðal annars efnis ritrýndar vísindagreinar og almennar tækni- og vísindagreinar. Ráðgert er að næsta tölublað komi út í nóvember. Skilafrestur ritrýndra greina er til 1. október. Frestur vegna almennra tækni- og vísindagreina rennur út 1. nóvember. Þeir sem vilja koma efni í blaðið geta sent tölvupóst til ritstjóra. Þar sem takmarkað pláss er í blaðinu er ráðlegt að láta vita um væntanlegar greinar sem fyrst. Upplýsingar um útgáfuna. (Yfirlit yfir ritrýndar greinar og tækni- og vísindagreinar, greinarnar á pdf-formi).

Lesa meira
 

11.8.2014 : Mannvit í Urðarhvarf

Verkfræðistofan Mannvit hefur flutt aðalskrifstofu sína að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi. Með flutningunum er öll starfsemin á höfuðborgarsvæðinu komin undir eitt þak í glæsilegu 9 hæða skrifstofuhúsnæði. Mannvit leigir allt húsið nema 9. og hálfa 8. hæð. Stefnt er að flutningi Rannsóknarstofu Mannvits í nýtt húsnæði síðar á árinu, í grennd við Urðarhvarf.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

14.09.2014 - 19.09.2014 Sameiginlegir atburðir Rýnisferð til Toronto

Rýnisferð til Toronto í Kanada. Skráning hófst 18. mars og er löngu uppselt í ferðina.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
ágúst 2014
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir