Fréttir

20.11.2014 : Desemberuppbót

Desemberuppbót skal greiða 1. desember samkvæmt kjarasamningum. Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði verkfræðinga og tæknifræðinga og er samkvæmt þeim samningi kr. 73.600.- fyrir fullt starf. Ákvæði um desemberuppbót í öðrum kjarasamningum: Ríki kr. 73.600.- Reykjavíkurborg kr. 79.500.- Samband íslenskra sveitarfélaga kr. 87.500.- Rarik kr. 73.600.- OR, ON og dótturfélög OR kr. 85.400.- Ekki er greidd desemberuppbót samkvæmt kjarasamningi við FRV. 

Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í byrjun desember ár hvert, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.m.t. að því er varðar starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári.

 

14.11.2014 : Rafbílar - upplýsingar

Yfir 200 manns sóttu ráðstefnu Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ um rafbíla. Mikið hefur verið spurt um efni frá ráðstefnunni. Nú þegar er hægt að nálgast glærur fyrirlesara og ítarefni um rafbílavæðingu í Noregi. Upptaka frá ráðstefnunni er í vinnslu og fer á vefinn fljótlega.

Lesa meira
 

11.11.2014 : Rafbílavæðing á Íslandi - ráðstefna

Fimmtudaginn 13. nóvember mun Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaðila. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir spennandi málefni þar sem margt er í deiglunni. Dagskráin er metnaðarfull og á staðnum verða rafbílar til sýnis og prufuaksturs. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19 kl. 13 -17:30. Húsfyllir verður á ráðstefnunni.

Lesa meira
 

10.11.2014 : Flygildi - upptaka

Það var fullt út úr dyrum á Samlokufundi RVFÍ um flygildi (dróna).

Fyrirlesarar voru þrír: Tryggvi Stefánsson frá Svarma, Ólafur Rögnvaldsson á Veðurstofunni og Richard Yeo á Veðurstofunni. Upptaka frá fundinum.

  •  


 

Eldri fréttir


Á döfinni

27.11.2014, kl. 12:00 - 13:00 Sameiginlegir atburðir Léttlestakerfi í Óðinsvéum

Samlokufundur á vegum BVFÍ

Byggingaverkfræðingadeld VFÍ stendur fyrir hádegisfundi fimmtudaginn 27. nóvember um skipulagningu léttlestarkerfis í Óðinsvéum í Danmörku. Fyrirlesarinn, Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur hjá COWI A/S í Danmörku, hefur unnið að skipulagningu léttlestarkerfisins síðustu fjögur árin. Lesa meira

04.12.2014, kl. 17:00 - 19:00 Sameiginlegir atburðir Sanráðsfundur VFÍ og TFÍ

Samráðsfundur VFÍ og TFÍ. Á fundinn eru boðaðar stjórnir félaganna og fulltrúar nefnda og deilda sem starfa á vegum þeirra.

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
nóvember 2014
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir