Fréttir

10.4.2014 : Árleg brúaráðstefna NVF

Árleg brúaráðstefna Norræna vegtæknisambandsins (NVF) verður haldin í Reykjavík dagana 3.- 4. september.

Á ráðstefnunni verður fjallað um nýja tækni og hönnunarkröfur í norrænni brúaverkfræði. Ráðstefnan er samráðsvettvangur fyrir helstu sérfræðinga Norðurlandanna og baltnesku landanna. Nánari upplýsingar.

 

 

8.4.2014 : Niðurstöður viðhorfskönnunar

Nú liggja fyrir niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var rafrænt meðal félagsmanna TFÍ dagana 18. - 30. mars. Svarhlutfall var 33%. Spurningarnar voru samdar af stjórnarmönnum TFÍ að undangenginni stefnumótunarvinnu.

Lesa meira
 

2.4.2014 : Kynningarfundur Almenna

Það var góð mæting á kynningarfund TFÍ og Almenna lífeyrissjóðsins. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins fór yfir afkomuna á síðasta ári og horfur á yfirstandandi ári. Einng um lífeyrismál og eftirlaunasparnað í víðu samhengi, m.a. úrræði stjórnvalda að heimila að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán. Glærur frá fundinum.
 

21.3.2014 : Kolbeinn er heiðursfélagi TFÍ

Á aðalfundi TFÍ sem haldinn var 20. mars var Kolbeinn Gíslason, rafmagnstæknifræðingur gerður að heiðursfélaga. Heiðursfélagi Tæknifræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast þeim einstaklingum sem unnið hafa sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála TFÍ eða í þágu þjóðfélagsins. Kolbeinn hefur unnið ötullega að menntunarmálum og  sýnt eljusemi og dugnað við að kynna nám í tæknifræði.  Aðeins hafa níu tæknifræðingar hlotið þessa viðurkenningu í  54 ára sögu félagsins.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

14.09.2014 - 19.09.2014 Sameiginlegir atburðir Rýnisferð til Toronto

Rýnisferð til Toronto í Kanada. Skráning hefst 18. mars.

forsidumynd-1

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
apríl 2014
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir