Fréttir

1.7.2015 : Fyrirlestur á sviði jarðskjálftaverkfræði

Næstkomandi mánudag, 6. júlí, mun Jae Kwan Kim, prófessor við Seoul National University flytja tvo gestafyrirlestra á sviði jarðskjálftaverkfræði: Seismic hazards and preparedness in Korea og 3-dimensional nonlinear soil structure interaction analysis using perfectly matched discrete layers. Fyrirlestrarnir verða í VR II stofu 157. VFÍ og TFÍ bjóða upp á léttar veitingar milli fyrirlestranna. Nánari upplýsingar.

 

29.6.2015 : Niðurstöður kjarakönnunar

Niðurstöður kjarakönnunar Kjarafélags TFÍ 2015 liggja fyrir. Stefnt er að því að fara yfir könnunina á Samlokufundi í september og meðal annars farið yfir þær marktæku breytur könnunarinnar sem tölfræðilíkanið leiðir í ljós.


Kjarakönnun Kjarafélags TFÍ 2015.

Lesa meira
 

24.6.2015 : Haukur og Hulda unnu golfmótið

TFÍ og VFÍ héldu golfmót hjóna og para þriðjudaginn 23. júní kl. 13:00. Leikið var með „greensomeˮ fyrirkomulagi og spilaðar aðeins níu holur á Landinu á Korpúlfsstöðum.  Átján hjón og pör tóku þátt eða 36 þátttakendur.
Mótið var skemmtilegt, þátttaka góð og keppnin mjög jöfn og spennandi. Tvö lið voru jöfn í fyrsta sæti á 32 höggum og giltu því sex síðustu skor á  níu holunum. Sigurvegarar voru Haukur Magnússong og Hulda Sigtryggsdóttir.

Golfnefndin óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur. 

Lesa meira
 

22.6.2015 : Norrænu brúarverðlaunin 2016

Norrænu brúarverðlaunin eru veitt fjórða hvert ár og eru kynnt af Norræna vegasambandinu (NVF) og brúatækninefndum NVF. Þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði brúarverkfræði, með sérstöku tilliti til notagildis þeirra á Norðurlöndunum. Verðlaunin eru veitt eiganda brúarinnar, eða fulltrúa hans við hátíðlega athöfn á Via Nordica 2016 ráðstefnunni, sem haldin verður í Þrándheimi

8. – 10. júní 2016. Þar verður kynning á verkinu. Þess má geta að Þjórsárbrúin vann norrænu brúarverðlaunin árið 2008. Nánari upplýsingar.

Lesa meira
 

Eldri fréttir


Á döfinni

06.07.2015 Sameiginlegir atburðir Fyrirlestrar á sviði jarðskjálftaverkfræði

Allir velkomnir.

Jae Kwan Kim, prófessor við Seoul National University flytur tvo gestafyrirlestra á sviði jarðskjálftaverkfræði: Seismic hazards and preparedness in Korea og 3-dimensional nonlinear soil structure interaction analysis using perfectly matched discrete layers. Fyrirlestrarnir verða í VR II stofu 157. VFÍ og TFÍ bjóða upp á léttar veitingar milli fyrirlestranna. Lesa meira

07.08.2015 Atburðir TFÍ VerkTækni golfmótið

Hið árlega golfeinvígi tæknifræðinga og verkfræðinga fer fram á Grafarholtsvelli 7. ágúst. Mótið er einungis fyrir félagsmenn TFÍ og VFÍ, maka þeirra og gesti. Lesa meira

forsidumynd-2

Viðburðir

(Hoppa yfir dagatalið)
júlí 2015
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
 


Könnun

Hefur þú farið í launaviðtal í ár?

Eldri kannanir