Starfsheitin verkfræðingur og tæknifræðingur eru lögvernduð.

Samkvæmt lögum nr. 8 frá 11. mars 1996 hafa þeir einir rétt til að kalla sig verkfræðing eða tæknifræðing sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra, enda hafi þeir lokið námi frá fullgildum háskóla.

Menntamálanefnd VFÍ í setur reglur í samvinnu við Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti sem auglýsir hvaða nám telst leiða til fullnaðarprófs í verkfræði og tæknifræði.

Þú getur sótt um leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur eða tæknifræðingur um leið og þú sækir um inngöngu í Verkfræðingafélagið.

Að fenginni umsögn Menntamálanefndar sækir félagið fyrir þig um starfsheitið til ráðuneytisins.

Einnig er hægt að sækja um starfsheitið hjá  Háskóla-,iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.   

Leiðbeiningar eru í valmyndinni til hægri.

Skrá yfir þá sem fengið hafa löggildingu til að kalla sig verkfræðinga

Skrá yfir þá sem fengið hafa löggildingu til að kalla sig tæknifræðinga