Styrkir til endurmenntunar og starfsþróunar.

VFÍ rekur tvo starfsmenntunarsjóði. Annars vegar fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum og hins vegar fyrir þá sem starfa á almennum markaði.

Starfsmenntunarsjóður VFÍ - Almennur markaður

Samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins er greiðir vinnuveitandi 0,22% af öllum launum í sérstakan Starfsmenntunarsjóð.  FRV stofur greiða ekki í sjóðinn en sérstök ákvæði eru um endurmenntun í kjarasamningi. Markmið sjóðsins er að styrkja fjárhagslegan grundvöll endurmenntunar sjóðfélaga, skilyrði er að hún tengist beint menntun eða starfi viðkomandi. Athugið að tómstundanámskeið eru ekki styrkhæf. 

Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, kaup á bókum, tölvum o.s.frv. Ekki eru veittir styrkir vegna kaupa á snjallsíma, snjallúri eða prentara.

Rafrænt umsóknareyðublað er að finna í valmyndinni. Athugið að skila verður afriti af reikningum. Þar verða að koma fram upplýsingar um söluaðila og nafn sjóðfélaga. Við erlendar greiðslur þarf einnig að skila greiðslustaðfestingu þar sem kemur fram upphæð í íslenskum krónum.

Fundir stjórnar sjóðsins eru annan þriðjudag í mánuði.

Starfsreglur Starfsmenntunarsjóðs VFÍ.

Reglugerð Starfsmenntunarsjóðs VFÍ.

Vísinda- og starfsmenntunarsjóður VFÍ - Ríki og sveitarfélög

Í kjarasamningum VFÍ við ríki, Reykjavíkurborg og Launanefnd sveitarfélaga er ákvæði um greiðslur í starfsmenntunarsjóð, Vísinda- og starfsmenntunarsjóð VFÍ.  Þar er einnig umsóknareyðublað. Markmið sjóðsins er að styrkja fjárhagslegan grundvöll endurmenntunar sjóðfélaga, skilyrði er að hún tengist beint menntun eða starfi viðkomandi. Athugið að tómstundanámskeið eru ekki styrkhæf. 

Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, kaup á bókum, tölvum o.s.frv. Ekki eru veittir styrkir vegna kaupa á snjallsíma, snjallúri, prentara, né heyrnartólum.

Rafrænt umsóknareyðublað er að finna í valmyndinni. Athugið að skila verður afriti af reikningum. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna í valmyndinni. Athugið að skila verður afriti af reikningum. Þar verða að koma fram upplýsingar um söluaðila og nafn sjóðfélaga. Við erlendar greiðslur þarf einnig að skila greiðslustaðfestingu þar sem kemur fram upphæð í íslenskum krónum.

Fundir stjórnar sjóðsins eru annan föstudag í mánuði.

Starfsreglur Vísinda- og starfsmenntunarsjóðs VFÍ.

Reglugerð Vísinda- og starfsmenntunarsjóðs VFÍ.

Stjórn Vísinda- og starfsmenntunarsjóðs VFÍ

Einar Mar Þórðarson.
Geir Guðmundsson.
Óli Jón Hertervig.
Ásdís Ásbjörnsdóttir.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir.