Ríkissamningar

RÍKIÐ

Í apríl 2014 var gert samkomulag Ríkið um breytingar og framlengingu á kjarasamningi. Gildistími er frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Athugið að launatafla er aftast í samkomulaginu og gildir hún frá 1. mars 2014.

Eldri launatöflur.

Samningurinn gildir fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem starfa hjá ríkinu.

Helstu atriði samningsins

 • Gildistími er frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015.

 • Laun hafa hækkað samkvæmt breytingum á meðfylgjandi launatöflu.

 • Orlofsuppbót 2014 er 39.500 og desemberuppbót (persónuuppbót) 2014 er 73.600.

 • Breyting er gerð á ákvæði um framlagningu vaktskrár sem leggja ber fram með mánaðarfyrirvara. Sé vaktskrá breytt með minni fyrirvara en 24 klst. skulu greiddar aukalega 3 klst í yfirvinnu. Sjá nánar í kjarasamningi um fleiri atriði þessu tengt.

 • Semja skal í stofnanasamningi um greiðslur ferðakostnaðar fyrir þá starfsmenn sem ekki búa á staðnum ef stofnanir (vinnustaður) eru staðsettar amk. 1,5 km utan ytri marka næsta þéttbýlis.

 • Framlagi í Vísinda- og starfsmenntasjóði félaganna verður breytt 1. janúar 2015 úr 1,11% af heildarlaunum félagsmanna í 1,72% af dagvinnulaunum félagsmanna.

   

  Bókanir:

 • Í bókunum koma fram eingreiðslur í Vísinda- og starfsmenntunarsjóði félaganna ýmist vegna framlags sem greiða átti áður vegna starfsþróunar og hins vegar til að styrkja þá stefnu sjóðanna að sinna vel forvörnum félagsmanna sinna.

 •  Bókun 6 snýr að grein 2.3.8 í kjarasamningi félaganna og fjallar um að félagsmönnum sé heimilt að safna frídögum í stað þess að fá yfirvinnu greidda.  Þetta skal gert á þann hátt að yfirvinnuálagið er greitt út við næstu reglulegu útborgun og síðan er fríið tekið út á dagvinnutíma og fyrir 15. apríl ár hvert.  Sumar ríkisstofnanir hafa ekki framkvæmt þetta eins og kjarasamningurinn segir til um. Fjármála- og efnahagsráðuneytið mun senda bréf til ríkisstofnananna þar sem tæknifræðingar og verkfræðingar starfa þar sem tilmæli ráðuneytis mun koma fram hvað þetta varðar.

Senda grein