Ríkissamningar

RÍKIÐ

Kjarasamningur við Ríkið var undirritaður í júní 2011 og er gildistími hans frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014.

Samningurinn gildir fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga sem starfa hjá ríkinu.

Launahækkanir samningsins eru:

  • Eingreiðsla að fjárhæð 50.000,- kr. í júní 2011 og 38.000,- kr. 1. mars 2014.
  • 1. júní 2011 hækka laun um 4,25 %
  • 1. mars 2012 hækka laun um 3,5 %
  • 1. mars 2013 hækka laun um 3,25 %

Samkvæmt kjarasamningnum greiðir ríkið í eftirtalda sjóði viðkomandi kjarafélags.

  • Í Fjölskyldu- og styrktarsjóð 0,75% af heildarlaunum
  • Í Orlofssjóð 0,25% í af heildarlaunum
  • Í Vísinda- og starfsmenntunarsjóð 0,76% af heildarlaunum og hækkar í 1,11% frá 1. júlí 2012
  • Í Starfsendurhæfingarsjóð 0,13% af heildarlaunum

Vakin er athygli á því að endurmenntun var breytt úr heimildarákvæði í það að vera skylduákvæði (sjá kafla 10).

Í grein 2.3.8 er að finna breytingar varðandi á frí í stað yfirvinnu.

Senda grein