Samtök atvinnulífsins

Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins (SA)

Er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði. Gildistími frá 1. apríl 2011.

Í mars 2011 tókust samningar við Samtök atvinnulífsins um ótímabundinn réttindasamning sem tók gildi 1. apríl 2011.

Samningurinn gildir fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga og byggingarfræðinga sem starfa á almennum markaði. Samningurinn breytir ekki eldri samningum aðila og rýrir ekki ákvæði í ráðningarsamningum.

Hvorki launatafla né prósentuhækkanir eru í samningnum en miða skal við laun á markaði hverju sinni. Sjá nánar kjarakannanir félaganna og kannanir á almennum markaði.

 

Samkvæmt kjarasamningnum greiða fyrirtækin í eftirtalda sjóði viðkomandi kjarafélags.

  • Í Sjúkrasjóð 1% af heildarlaunum.
  • Í Orlofssjóð 0,25% í af heildarlaunum.
  • Í Starfsmenntunarsjóð 0,22% af heildarlaunum.

        Valkvætt er hvort samið er um að vinnuveitandi greiði í Starfsmenntunarsjóð, en skylt að greiða í aðra sjóði.

  • Í Starfsendurhæfingarsjóð 0,13% af heildarlaunum. Greiðist til viðkomandi lífeyrssjóðs.
Senda grein